Heim | Umsagnir | Leiðtogar | Niðurhal | Önnur tungumál | Hafðu samband við okkur | Hjálp 
Inngangur
 
Til næstu kennslu
Hvernig á að nota BibleKeys

FINNDU versin í Biblíunni þinni.

MERKTU við þau í Biblíunni þinni.

NOTAÐU stílabók til að skrifa niður athugasemdir þínar, spurningar og svör.

LÆRÐU nokkur vers utanbókar, að minnsta kosti síðustu versin í lok hverrar kennslu.

Útskýring tákna

Biblíukennsla
Þessi mynd táknar "Biblíukennslu" og birtist í upphafi kennslunnar og fjallar um efnið sem við erum að læra.

Rannsakaðu ritningarnar: Sjálfsnám
Í þessum hluta færðu verkefni. Þau hjálpa þér að vita hvað biblían segir, til að þú getir síðan notað það í þínu lífi.

Verklegar æfingar: Vertu gerandi orðsins!
Trú án verka er dauð. Þess vegna hvetjum við þig til að gera alltaf eitthvað eftir hverja kennslu. Þegar þú framkvæmir það sem þú hefur lært verða blessanir Guðs raunverulegar í lífi þínu.

Leggðu á minnið: Leggðu versin á minnið
Með hverri kennslu höfum við valið tvö mikilvæg biblíuvers sem þú átt að læra. Besta leiðin er að lesa þau upphátt þar til þú kannt þau utan að. Hugleiddu þau reglulega og gerðu þau að hluta af lífi þínu.

Lofgjörðarstund
Hér hvetjum við þig til að lofa og tilbiðja Guð. Segðu Guði hversu dásamlegur hann er, eða lofaðu nafn hans með söngi!

Til næstu kennslu
 
 
Copyright © 2003 Victura & FL Media. All rights reserved. Terms & Conditions